Fjórða iðnbyltingin er skollin á og við finnum það í okkar daglega lífi hvernig stafræn tækni verður sífellt stærri partur af tilveru okkar – bæði í vinnu og á heimavelli.
Reyðfirðingurinn Jóhanna Seljan heldur á laugardagskvöld útgáfutónleika sólóplötu sinnar sem kom út í byrjun ágúst. Platan hefur verið nokkurn tíma í smíðum því fyrsta lagið var tekið upp árið 2008.
Dómsmálaráðherra kynnti í síðustu viku áform um að loka fangelsinu á Akureyri fyrir fullt og allt. Þau tíðindi urðu félögunum Birni Hafþóri Guðmundssyni og Stefáni Bragasyni að yrkisefni.
Fulltrúar allra framboða í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi taka jákvætt í að sveitarfélagið muni taka á móti flóttafólki. Enginn kveðst stoltur af brottvísun barnafjölskyldna frá landinu.
Kjósendur í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi þurfa að vita nafn og lögheimili þess einstaklings sem þeir hyggjast kjósa í heimastjórn á sínu svæði. Tæknilega séð eru allir sem eru kjörgengir í framboð en sextán einstaklingar hafa lýst sig reiðubúna til að starfa í heimastjórnunum fjórum.
Landsvirkjun mun greiða sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði 100 milljónir í fyrirframgreidda leigu fyrir sýningaraðstöðu í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Fénu verður varið í uppbyggingu hússins.