Allar fréttir
Vantar eitthvað??
Það er allt í himna lagi. Það er hiti á ofnunum, ljósið logar á lampanum, matur í ísskápnum og varasjóður á bankabókinni, krakkarnir sofnaðir og ég mæti í vinnuna á morgun.Er ekki lífið fullkomið?
Ákvörðun ráðherra kostaði grásleppusjómann allt að þrjár milljónir
Það vakti athygli á framboðsfundi Austurgluggans/Austurfréttar og Fljótsdalshéraðs í gærkvöldi að í eina skiptið sem hiti komst í fundinn var í kringum spurningu um grásleppuveiðar. Helgi Hlynur Ásgrímsson annar fulltrúa Vinstri grænna á fundinum sakaði sjávarútvegsráðherra um skemmdarverk á fundinum. Grásleppusjómaður segir að ákvörðun ráðherrans í vor hafi kostað hann allt að 3 milljónum kr.Bið á lausn húsnæðisvanda lögreglunnar á Seyðisfirði
Nú stendur yfir frumathugun af hálfu Framkvæmdasýslu ríkisins á húsnæðisvanda lögreglunnar á Seyðisfirði og munu vera nokkrar vikur í að henni ljúki. Þetta kemur fram í svari Karls Péturs Jónssonar fjölmiðlafulltrúa Framkvæmdasýslunnar við spurningu Austurfréttar um málið.Vandræði með utankjörfundaratkvæði á höfuðborgarsvæðinu
Búið á að vera að greiða úr misskilningi sem varð til þess að kjósendum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi gátu ekki kosið utankjörfundar á höfuðborgarsvæðinu. Kjósendur eru sjálfir ábyrgir fyrir að koma atkvæði sínu til skila.Opið bréf til nágranna minna
Kæru nágrannar.Til hamingju með nýja sveitarfélagið, sveitarfélagið sem umlykur mitt sveitarfélag Fjarðabyggð þannig að ég kemst ekki að heiman án þess að koma við hjá ykkur. En fyrst og fremst til hamingju með að hafa skýran og góðan valkost þegar þið gangið til kosninga á laugardaginn.