Íbúar í nýju sameinuðu sveitarfélagi geta sent inn spurningar á frambjóðendur á framboðsfundi, sem Austurfrétt/Austurglugginn standa fyrir í samvinnu við sveitarfélagið Fljótsdalshérað í kvöld, bæði fyrir fundinn og á meðan honum stendur.
Einar Már Sigurðarson, formaður Austurbrúar og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, ber miklar væntingar til væntanlegs háskólanáms á Austurlandi. Möguleikarnir til framtíðar séu miklir þótt fyrst verði aðeins byrjað á einni grein.
Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands segir blankalogn ríkja í fjórðungnum hvað varðar Covid-19 smit. Hún áréttar þó sem fyrr að lítið megi út af bregða til að bresti á með kalda og jafnvel roki.
Samgöngumál eru það málefni sem skipta kjósendur mestu máli við val á framboðslista fyrir fyrstu sveitarstjórnarkosningarnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Menningarmál virðist minnst áhrif hafa.
Gauti Jóhannesson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, nýtur mests trausts meðal kjósenda í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, ef marka má skoðanakönnun sem Austurfrétt/Austurglugginn gerðu í lok ágúst.
Þann 19. september göngum við til kosninga um nýja sveitarstjórn í sameinuðu sveitarfélagi Múlaþingi. Ef tekið er mið af hversu mikill meirihluti samþykkti sameiningu sveitarfélaganna, má draga þá ályktun að íbúar hins nýja sveitarfélags vilji sjá breytingar og nýja nálgun í uppbyggingu samfélagsins. Þjónustu fyrir unga sem aldna og fjölbreytt atvinnutækifæri.