Allar fréttir

Helgin: Um hundrað manns koma að tónleikunum

„Atli Heimir kemur sjálfur austur á tónleikana á sunnudaginn og það er okkur svo sannarlegur heiður,“ segir Guðrún Lilja Magnúsdóttir, starfsmaður hjá Menningarstofu Fjarðabyggðar, en austfirskt tónlistarfólk á öllum aldri flytur fjölbreytta tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson á tvennum tónleikum um helgina. Tilefnið er áttræðisafmæli Atla Heimis sem var þann 21. september síðastliðinn.

Lesa meira

Ekki rétt að bæjarfulltrúar skammist út í starfsmenn á fundi

Bæjarfulltrúar meirihluta og bæjarstjóri Fjarðabyggðar áminntu bæjarfulltrúa Miðflokksins fyrir orð hans í garð starfsmanna sveitarfélagins á bæjarstjórnarfundi á fimmtudag. Ekki væri rétt að bera sakir á þá sem ekki sætu fundinn og gætu ekki svarað fyrir sig. Bæjarfulltrúinn kvaðst ekki hafa verið með ásakanir í garð starfsfólks.

Lesa meira

„Rómantík getur verið út um allt og alls staðar“

„Þetta er í fyrsta skipti sem eitthvað þessu líkt hefur verið gert hér að því er ég best veit. Í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga ræddum við það mikið að auka aðgengi að stjórnsýslunni hjá sveitarfélaginu og þetta er liður í að gera það,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, en hann verður í Kjörbúðinni seinnipart föstudags þar sem hann svarar fyrirspurnum íbúa um málefni sveitarfélagsins. Gauti er í yfirheyrslu vikunnar.

Lesa meira

Djúpivogur samþykkir sameiningarviðræður

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps varð í gærkvöldi síðust til að samþykkja að taka þátt í sameiningarviðræðum fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi. Gert er ráð fyrir að viðræðum verði lokið áður en árið 2020 gengur í garð.

Lesa meira

Vantar minni íbúðir fyrir eldra fólk

Íbúðir í hjúkrunarheimilinu Sundabúð eru of litlar fyrir fólk sem er tekið að eldast og vill flytja í smærra húsnæði. Framboð á íbúðarhúsnæði er eitt af því sem hamlar uppbyggingu á Vopnafirði.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.