Allar fréttir
Helgin: Um hundrað manns koma að tónleikunum
„Atli Heimir kemur sjálfur austur á tónleikana á sunnudaginn og það er okkur svo sannarlegur heiður,“ segir Guðrún Lilja Magnúsdóttir, starfsmaður hjá Menningarstofu Fjarðabyggðar, en austfirskt tónlistarfólk á öllum aldri flytur fjölbreytta tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson á tvennum tónleikum um helgina. Tilefnið er áttræðisafmæli Atla Heimis sem var þann 21. september síðastliðinn.Þrjú sveitarfélög hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um sameiningu
Fljótsdalshérað, Seyðisfjarðarkaupstaður og Borgarfjarðarhreppur hafa samþykkt að fara í formlegar sameiningarviðræður og Djúpavogshreppur tekur ákvörðun síðar í dag. Gangi viðræðurnar að óskum verður kosið um sameiningu þeirra fyrir lok árs 2019.Ekki rétt að bæjarfulltrúar skammist út í starfsmenn á fundi
Bæjarfulltrúar meirihluta og bæjarstjóri Fjarðabyggðar áminntu bæjarfulltrúa Miðflokksins fyrir orð hans í garð starfsmanna sveitarfélagins á bæjarstjórnarfundi á fimmtudag. Ekki væri rétt að bera sakir á þá sem ekki sætu fundinn og gætu ekki svarað fyrir sig. Bæjarfulltrúinn kvaðst ekki hafa verið með ásakanir í garð starfsfólks.„Rómantík getur verið út um allt og alls staðar“
„Þetta er í fyrsta skipti sem eitthvað þessu líkt hefur verið gert hér að því er ég best veit. Í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga ræddum við það mikið að auka aðgengi að stjórnsýslunni hjá sveitarfélaginu og þetta er liður í að gera það,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, en hann verður í Kjörbúðinni seinnipart föstudags þar sem hann svarar fyrirspurnum íbúa um málefni sveitarfélagsins. Gauti er í yfirheyrslu vikunnar.