Tveir ungir nemendur af leikskólanum Hádegishöfða í Fellabæ veittu í vikunni móttöku styrk úr samfélagssjóði Alcoa til sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs. Styrkurinn er ætlaður til að bæta kennslu í raunvísindatengdum greinum.
„Fólk er ótrúlega ánægt og þakklátt og við höfum fengið rosalega góðar viðtökur,“ segir Hákon Hildibrand, en Hildibrand Hótel hefur nú opnað bakarí í gamla kaupfélagshúsinu í samstarfi við Sesam brauðhús á Reyðarfirði. Hákon er í yfirheyrslu vikunnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður Norðausturkjördæmis, vakti athygli á naumum hlut Austurlands í nýrri samgönguáætlun þegar hún var tekin til fyrstu umræðu á Alþingi í vikunni. Samgönguráðherra segir að þau verkefni hafi hlotið forgang sem auki öryggi mest.
Tveir þingmenn úr Norðausturkjördæmi eru meðal flutningsmanna að tillögu til þingsályktunar um vistvæn opinber innkaup á matvöru. Markmið frumvarpsins er bætt velferð dýra og verndun umhverfis.
Fulltrúar í bæjarstjórn Seyðisfjarðar eru tilbúnir að skoða af fullri alvöru að innheimta veggjöld í Fjarðarheiðargöng verði það til þess að flýta fyrir framkvæmdum. Formaður bæjarráðs segir tíðindi í síðustu viku skapa vendipunkt í gangabaráttunni.