Viðar Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Hattar í knattspyrnu karla. Viðar hefur undanfarin ár þjálfað Leikni Fáskrúðsfirði en lét af þeim störfum í lok nýliðnnar leiktíðar.
Bæjarráð Seyðisfjarðarkaupstaðar lýsir yfir miklum vonbrigðum með að ekki sé útlit fyrir að framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng hefjist fyrr en eftir tíu ár, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð var fyrir Alþingi nýverið.
„Kvenfélagskonurnar á Reyðarfirði báðu okkur um að koma til sín og það gerðum við með glöðu geði,“ segir Fáskrúðsfirðingurinn Albert Eiríksson, en hann og Bergþór Pálsson voru gestir á fundi Kvenfélags Reyðarfjarðar fyrir stuttu.
Enn eitt aðsóknarmetið var slegið á Tæknidegi fjölskyldunnar sem haldinn var í Verkmenntaskóla Austurlands síðastliðinn laugardag, en verkefnastjóri telur að um 1700 manns hafi mætt á staðinn.
Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps leggur áherslu á að vel verði hugað að áhrif virkjunar í Þverá á búsetusvæði laxa sem ganga í Hofsá þegar umhverfisáhrif virkjunarinnar verða metin.
„Við Þorvaldur Davíð erum systkinabörn og höfum oft rætt í fjölskylduveislum hve mikið okkur langar að koma austur með metnaðarfullt verkefni,“ segir söngkonan Berta Dröfn Ómarsdóttir, en hún og leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson sameina krafta sína ásamt fleirum og frumflytja óperuna The Raven's kiss í Herðubreið á Seyðisfirði næsta sumar.
„Er þetta ekki örugglega dóttir þín á þessari mynd,“ sagði björgunarsveitarmaðurinn sem hafði samband við mig á Facebook til þess að fá leyfi til að birta myndina á síðu sveitarinnar eftir flugslysaæfingu sem fram fór á Egilsstaðaflugvelli á dögunum.