Allar fréttir

Bjórinn Naddi fékk fyrstu verðlaun í alþjóðlegri keppni

Fjórir bjórar frá KHB Brugghúsi á Borgarfirði hlutu nýverið verðlaun í alþjóðlegri samkeppni, London Beer Competition, þar af fékk lagerbjórinn Naddi gullverðlaun. Aðstandendur brugghússins segja viðurkenningarnar veita þeim fullvissu um að þeir séu á réttri leið.

Lesa meira

Ljósmyndirnar skapa frábæran grunn að umræðum

Simon Chang er gestur Fiskisúpu/Ljósmyndasósu á Seyðisfirði í kvöld. Það er röð viðburða þar sem áhugafólk um ljósmyndum hittist og ræðir saman um tækni og málefni. Hún markar einnig upphaf Ljósmyndadaga á Seyðisfirði.

Lesa meira

Heilar tólf lóðir til úthlutunar á Djúpavogi

Skipulagsfulltrúi Múlaþings vinnur nú að því að auglýsa formlega bæði íbúða- og atvinnulóðir á Djúpavogi og það einar tólf talsins. Ár og dagur er síðan slíkur fjöldi lóða var auglýstur á staðnum.

Lesa meira

Óvenju margir Austfirðingar skráðir í Fjallagönguna um helgina

Eins og verið hefur síðustu árin mun síðasti leggur skíðagöngumótaraðar Skíðasambands Íslands, Íslandsgöngunni, fara fram á Fjarðarheiði á laugardaginn kemur undir heitinu Fjallagangan. Austfirskir keppendur jafnan ekki verið algengir í aðalgöngu mótsins en óvenju margir hafa skráð sig til leiks í 15 km skemmtigöngunni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.