Allar fréttir
Takmarkaðar vonir um makríl í íslenskri lögsögu í sumar
Takmarkaðar vonir virðast á að makríll gangi upp að Íslandi í sumar. Stofninn hefur minnkað á heimsvísu undanfarin ár. Hitastig austan við landið virðist hafa sitt að segja á göngu makrílsins.Ljósmyndirnar skapa frábæran grunn að umræðum
Simon Chang er gestur Fiskisúpu/Ljósmyndasósu á Seyðisfirði í kvöld. Það er röð viðburða þar sem áhugafólk um ljósmyndum hittist og ræðir saman um tækni og málefni. Hún markar einnig upphaf Ljósmyndadaga á Seyðisfirði.Matarvagninn á Djúpavogi gerir út á veitingar úr héraði
Berglind Einarsdóttir og Gauti Jóhannesson, sem hafa haldið úti ferðaþjónustufyrirtækinu Adventura, hófu í fyrrasumar rekstur matarvagns í hjarta Djúpavogs. Viðtökurnar í fyrra voru góðar og þau eru aftur komin á stjá.Veik ríkisstjórn gerir lítið til að draga úr spennu á vinnumarkaði
Mikilvægt er að aðrar hreyfingar launþega sem og stjórnvöld og atvinnulíf fylgi eftir nýjum kjarasamningnum á almenna vinnumarkaðinum til að markmið þeirra, meðal annars um lægri vexti, náist. Enn sem komið er virðist lítið hafa gerst hjá stjórnvöldum.Heilar tólf lóðir til úthlutunar á Djúpavogi
Skipulagsfulltrúi Múlaþings vinnur nú að því að auglýsa formlega bæði íbúða- og atvinnulóðir á Djúpavogi og það einar tólf talsins. Ár og dagur er síðan slíkur fjöldi lóða var auglýstur á staðnum.
Óvenju margir Austfirðingar skráðir í Fjallagönguna um helgina
Eins og verið hefur síðustu árin mun síðasti leggur skíðagöngumótaraðar Skíðasambands Íslands, Íslandsgöngunni, fara fram á Fjarðarheiði á laugardaginn kemur undir heitinu Fjallagangan. Austfirskir keppendur jafnan ekki verið algengir í aðalgöngu mótsins en óvenju margir hafa skráð sig til leiks í 15 km skemmtigöngunni.