„Það skiptir öllu máli að læra tungumálið í því samfélagi sem þú býrð, það er erfitt að komast inn í það án þess og mikil hætta á að lenda utanveltu,“ segir Berglind Einarsdóttir kennari, en metþátttaka hefur verið í íslenskukennslu á vegum Austurbrúar í Djúpavogshreppi að undanförnu.
Þrettán leikmenn úr þremur austfirskum íþróttaliðum voru í íslensku U-17 ára landsliðunum í blaki sem komu saman til æfinga á Húsavík um helgina. Blaktímabilið hófst á sama tíma með meistarakeppni.
Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir hlaut í vikunni hvatningarverðlaun Tengslanets austfirskra kvenna fyrir árið 2018. Tinna hefur í starfi sínu sem verkefnastjóri hjá Austurbrú greint tölfræði sem skilað hefur áhugaverðum niðurstöðum um stöðu kvenna á Austurlandi.
Nýir úrskurðir um starfsleyfi fiskeldis á Austfjörðum hafa ekki áhrif á rekstur laxeldir á Austfjörðum. Þeir kunna hins vegar að hafa áhrif á starfsleyfi sem sótt hefur verið um.
Hetti er spáð sigri í fyrstu deild karla í körfuknattleik af þjálfurum og fyrirliðum liðanna í deildinni. Liðið féll úr úrvalsdeildinni síðasta vor og hefur keppni í fyrstu deildinni í kvöld með að taka á móti Sindra frá Höfn.