Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir hlaut í vikunni hvatningarverðlaun Tengslanets austfirskra kvenna fyrir árið 2018. Tinna hefur í starfi sínu sem verkefnastjóri hjá Austurbrú greint tölfræði sem skilað hefur áhugaverðum niðurstöðum um stöðu kvenna á Austurlandi.
„Að mörgu þarf að huga og núna er aðalmálið að finna gott fólk á svæðinu sem skipar í nefndir og önnur fjölbreytt verkefni sem þarf að manna,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands, en Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Neskaupstað næsta sumar.
Hetti er spáð sigri í fyrstu deild karla í körfuknattleik af þjálfurum og fyrirliðum liðanna í deildinni. Liðið féll úr úrvalsdeildinni síðasta vor og hefur keppni í fyrstu deildinni í kvöld með að taka á móti Sindra frá Höfn.
Ekki er vitað hvaðan hvít froða, sem vall upp úr brunni á mótum Fénaðarklappar og Kaupvangs á Egilsstöðum í dag, kom. Froðan vakti nokkra athygli vegfarenda.
Aðalheiður Borgþórsdóttir tók við starfi bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar í byrjun vikunnar. Hún segist hlakka til að takast á við starfið þótt mikið af verkefnum bíði hennar.