Allar fréttir

Gavin Morrison verður forstöðumaður Skaftfells á Seyðisfirði

„Mér finnst mjög áhugavert hversu stóru hlutverki Skaftfell gegnir fyrir Seyðisfjörð sem menningar, félagsleg og fræðslumiðstöð fyrir samfélagið og gesti,” segir Gavin Morrison, sem ráðinn hefur verið sem forstöðumaður Skaftfells - myndlistarmiðstöð Austurlands.

Lesa meira

Vandamálið að allir eru á sumardekkjum

Talsverður erill var hjá lögreglu og björgunarsveitum í gær við að aðstoða ferðalanga í vandræðum á fjallvegum. Tvær bílveltur voru tilkynntar og tveir árekstrar á Breiðdalsheiði.

Lesa meira

Með tvo tveggja metra menn til verndar á fundum með starfsmannaleigum

Framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinafélags segist sleginn en ekki hissa á frásögnum í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi um meðferð á erlendu starfsfólki sem þrælað er út nánast kauplaust. Hann segir slíka meðferð ekki geta viðgengist nema með þegjandi samþykki almennings.

Lesa meira

Brynjar Skúla ráðinn til Leiknis

Brynjar Skúlason hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Leiknis Fáskrúðsfirði í knattspyrnu karla. Brynjar hefur þjálfað Huginn Seyðisfirði frá 2009 en tilkynnti fyrir rúmri viku að hann ætlaði ekki að halda því áfram.

Lesa meira

Liðsheildin orðin sterk í lokaæfingunni

„Meginmarkmið með æfingu sem þessari er að æfa flugslysaáætlun en hana má heimfæra á öll hópslys og því má segja að verið sé að efla hópslysaviðbragð í umdæminu,“ segir Elva Tryggvadóttir, verkefnastjóri neyðarviðbúnaðar hjá Isavia, en hún stýrði flugslysaæfingu ISAVIA og almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sem haldin var á Egilsstöðum um helgina.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.