Allar fréttir

Þrautreyndur þjófur dæmdur í 18 mánaða fangelsi

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi nýverið pólskan karlmann í eins og hálfs árs fangelsi fyrir fjölmörg innbrot hérlendis, meðal annars á Austfjörðum. Rétt þótt að hneppa manninn í fangelsi í ljósi langs brotaferils víða um Evrópu.

Lesa meira

Nýr vegur um Vatnsskarð á næsta ári

Nýr vegur um Vatnsskarð eystra verður stærsta nýframkvæmdin í vegagerð á Austurlandi á næstu árum verði fimm ára samgönguáætlun samþykkt óbreytt. Hún var formlega lögð fram á Alþingi í gær.

Lesa meira

Sviðssetja leit að flugvél í fljótinu

Íbúar á Fljótsdalshéraði eiga hvorki að láta sér bregða við að sjá ljós á Lagarfljóti í kvöld né reyk stíga upp frá flugvellinum á Egilsstöðum á laugardag. Hvort tveggja mun eiga uppruna sinn í flugslysaæfingu sem haldin verður um helgina.

Lesa meira

„Breytir miklu þegar þú færð svona fréttir“

Stöðfirðingurinn Heimir Þorsteinsson hefur leikið stóran þátt í sögu Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar þar sem hann hefur tvisvar verið aðalþjálfari liðsins. Starfið hefur hins vegar snúist um meira en fótbolta en Heimir þurfti meðal annars að fylgja einum leikmanni grafar og bregðast við þegar annar greindist með illkynja krabbamein.

Lesa meira

„Oft var brekkan mjög brött“

„Mér fannst kominn tími á breytingar, bæði fyrir mig og ekki síst liðið. Ég hef trú á að þetta sé rétt ákvörðun á réttum tíma,“ segir Viðar Jónsson, fráfarandi þjálfari karlaliðs Leiknis á Fáskrúðsfirði, en hann hefur stýrt liðinu frá því vorið 2014. Viðar er í yfirheyrslu vikunnar.

Lesa meira

Helgin: Matarveislur og barnamenning

Helgin verður sannkölluð matarveisla á Austurlandi. Matarhátíð verður á Djúpavogi þegar Cittaslow-sunnudagurinn verður haldinn þar í sjötta skipi. Þá verður uppskeruhátíð Móður jarðar á Vallanesi og matreiðslunámskeið á Seyðisfirði þar sem þátttakendur læra að elda mat frá Pakistan.

Lesa meira

Ókeypis námskeið í pakistanskri matargerð á Seyðisfirði

„Þegar ég kom til landsins fyrir tíu árum síðan var ekki einu sinni hægt að kaupa turmeric í Bónus. Það er nú sem betur allt að breytast og ég vil taka þátt í þeirri breytingu,“ segir Azfar Karim frá Pakistan, sem ætlar að kenna matargerð frá sínu heimalandi á Seyðisfirði á laugardaginn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.