„Jakkafatajóga eru jógatímar sem eru sérsniðnir að fólki á vinnutíma. Við mætum á staðinn á fyrirfram ákveðnum tíma í samráði við stjórnendur. Leiðum stuttan og hnitmiðaðan jógatíma sem tekur aðeins 20 mínútur þannig að nú er engin afsökun að segjast ekki hafa tíma fyrir heilsuræktina þegar hún mætir til þín á þennan hátt,“ segir Eygló Egilsdóttir, eigandi fyrirtækisins Jakkafatajóga sem hefur starfsemi á Egilsstöðum í október.
„Öflug fréttaþjónusta eykur vitund íbúanna um landshlutann sinn, gæði hans, drifkraft, þróun og öflugt mannlíf auk þess sem það vekur alla landsmenn til vitundar um tilveru hans og hlutverk í samfélaginu öllu,“ segir Jóney Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, en sambandið skorar á RÚV að tryggja öfluga fréttamiðlun landshlutans í samræmi við markmið byggðaáætlunar
Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur hafnað beiðni tónlistarhátíðarinnar Eistnaflugs um tveggja milljóna króna styrk fyrir næsta ár. Enn er verið að greiða úr skuldum eftir hátíðina 2017.
Námskeiðið miðar að því að hvetja ungt fólk til þess að sjá tækifærin og framkvæma hugmyndir. Ég mun fara yfir mína reynslu, hvað hefur virkað fyrir mig og hvað ég er að læra og tileinka mér á hverjum degi,“ segir tónlistamaðurinn Jón Hilmar Kárason verður með spennandi námskeið fyrir nemendur í grunn- og tónlistarskólum Austurlands í haust í samstarfi við Tónlistarmiðstöð Austurlands og Hljóðfærahúsið.