Námskeiðið miðar að því að hvetja ungt fólk til þess að sjá tækifærin og framkvæma hugmyndir. Ég mun fara yfir mína reynslu, hvað hefur virkað fyrir mig og hvað ég er að læra og tileinka mér á hverjum degi,“ segir tónlistamaðurinn Jón Hilmar Kárason verður með spennandi námskeið fyrir nemendur í grunn- og tónlistarskólum Austurlands í haust í samstarfi við Tónlistarmiðstöð Austurlands og Hljóðfærahúsið.
Knattspyrnudeild Hugins Seyðisfirði hefur farið fram á afsökunarbeiðni frá Knattspyrnusambandi Íslands vegna þess hvernig það hélt á málum í umdeildum leik Hugins og Völsungs í annarri deild karla í knattspyrnu. Deildin hyggst hins vegar ekki fara lengra með málið.
Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi skorar á samgönguráðherra að hafa samráð við landshlutasamtök áður en endanleg drög að samgönguáætlun verða lögð fram. Ekki verður byrjað á Fjarðarheiðargöngum næstu tíu árin miðað við fyrstu drög.
Blóðbankinn verður með blóðsöfnun á heilsugæslunni Egilsstöðum í dag og á heilsugæslu Alcoa Fjarðaáls seinnipartinn á morgun. Hjúkrunarfræðingur hjá Blóðbankanum vill hvetja íbúa til þess að koma og gefa blóð.
Sveitarfélagið Fjarðabyggð mun ekki framlengja samninga sína við Vátryggingafélag Íslands í mótmælaskyni við ákvörðun fyrirtækisins að loka skrifstofu sinni á Reyðarfirði.
Heldur hefur hægst á siginu í nýja veginum yfir Berufjörð að undanförnu þótt það sé ekki hætt. Sýni hafa verið tekin úr botninum undir landfyllingunni til að greina jarðlög.