Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid voru í opinberri heimsókn á Borgarfirði eystri, Fljótsdalshéraði og í Fljótsdalshreppi á dögunum. Í ferðinni heimsóttu þau skóla, stofnanir og fyrirtæki og hittu fjölmarga íbúa að máli.
Mikið verður um að vera á Egilsstaðaflugvelli um helgina, en þar opnar málverkasýning Tolla í dag og morgun býður Hjörvar Steinn Grétarsson skákmeistari til fjölteflis í flugstöðinni.
Á laugardaginn er síðasti opnunardagur sumarsins í Salthúsmarkaðnum á Stöðvarfirði þar sem heimamenn selja fjölbreytt handverk. Þann 6. október verður hins vegar fyrsti opnunardagur vetrarins í nytjamarkaðnum Notó á Djúpavogi sem foreldrafélagið á staðnum heldur utan um sem fjáröflun fyrir félagið.
Höttur féll í dag úr annarri deild karla í knattspyrnu eftir 1-3 ósigur gegn Aftureldingu á heimavelli í lokaumferð Íslandsmótsiðs. Höttur var yfir í hálfleik en Mosfellsbæjarliðið var hungrað enda deildarmeistaratitill og sæti í fyrstu deild að ári í húfi.
„Við eru að loka eftir sumarið og vildum hafa svona smá húllumhæ vegna þess,“ segir Eiður Ragnarsson hjá ferðaþjónustunni Bragðavöllum í Hamarsfirði, en þar verður slegið upp „hlöðusvari“ annað kvöld. Eiður er í yfirheyrslu vikunnar.
Leiknir Fáskrúðsfirði heldur sæti sínu í annarri deild karla í knattspyrnu en liðið vann Víði Garði 3-0 á heimavelli í lokaumferðinni í dag. Viðar Jónsson þjálfari hættir með liðið eftir fimm ára starf.
Landsnet sendi í morgun frá sér viðvörun um möguleg áhrif mikillar úrkomu og slyddu sem von er á í nótt á flutningskerfi raforku á Austurlandi. Vakt er á svæðinu en ekki er talið að veðrið hafi teljandi áhrif á kerfið.