Allar fréttir
Stefnt á að gervigrasvöllurinn í Neskaupstað verði tilbúinn í byrjun júní
Framkvæmdir standa nú yfir við gervigrasvöllinn í Neskaupstað. Hann verður stækkaður upp í löglega keppnisstærð, skipt um gervigras og annar búnaður í kring endurnýjaður.Fjöldasamkomum hefur verið frestað vegna mislingasmits
Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands segir íbúa á Norðausturlandi hafa sýnt ábyrgð með að draga úr fjöldasamkomum í kjölfar þess að mislingasmit greindist á svæðinu fyrir rúmri viku. Ný tilfelli hafa ekki komið upp.Landsbyggðarráðstefna FKA á Hallormsstað
Landsbyggðarráðstefna Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) verður haldin á Hallormsstað á laugardag. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Ég er vörumerki“ og munu konur úr austfirsku atvinnulífi verða með framsögur.Þjóðkirkja og biskup
Um þessar mundir hlotnast ríflega 2.000 meðlimum þjóðkirkjunnar, vígðum þjónum, sóknarnefndarfólki og fulltrúum kjörnum á aðalfundum sókna, sá heiður að velja Þjóðkirkjunni nýjan biskup. Þetta er ábyrgðarhlutverk og ég treysti því að allir sem hafa kosningarétt ákveði að nýta hann, nú í annarri umferð kjörsins þar sem tveir tilnefndir fulltrúar standa eftir.Fjölmennur fundur um framtíð austfirsku skíðasvæðana
Hvernig sjá menn fyrir sér framtíð austfirsku skíðasvæðanna og hvernig er vænlegast að gera veg þeirra meiri og mikilvægari en nú er? Þetta var gróflega þema fjölsótts fundar sem fram fór á Egilsstöðum í gær undir heitinu Hoppsa Bomm.