„Það er mikill heiður og hvatning að fá slík verðlaun,“ segir Hákon Hansson formaður stjórnar Breiðdalsseturs, en hann veitti menningarverðlaunum SSA viðtöku á haustþingi samtakanna sem haldið var á Hallormsstað síðastliðna helgi.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid halda í opinbera heimsókn til Borgarfjarðar eystri, Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps á morgun og lýkur henni á fimmtudag.
„Markmið söfnunarinnar er að styrkja börnin og fjölskyldu á erfiðum tíma. Sorgin er næg þótt fjárhagsáhyggjur bætist ekki ofan á,“ segir Anna Hólm Stefánsdóttir á Egilsstöðum, systir Írisar Daggar Stefánsdóttur, sem lést aðfaranótt miðvikudags eftir að hafa fengið blóðtappa í höfuðið.
„Stéttin er að eldast og það eru ekki nema þrír til fjórir í náminu á ári þannig að endurnýjunin er ekki næg,“ segir mjólkurfræðingurinn Þorsteinn Ingi Steinþórsson, sem stóð vaktina fyrir útibú Mjólkursamsölunnar á Egilsstöðum á náms- og atvinnulífssýningunni Að heiman og heim.
Nýtt sýndarveruleikaherbergi hefur verið opnað í Gunnarshúsi á Skriðuklaustri. Þar býðst gestum að stíga inn í fortíðina og skoða byggingar miðaldaklaustursins með hjálp nýjustu tækni.
Heilbrigðisstofnun Austurlands sýndi nýjan fjarlækningabúnað á náms- og atvinnulífssýningunni Að heiman og heim. Hrönn Garðarsdóttir, yfirlæknir á Egilsstöðum, segir búnaðinn kærkomna viðbót við tækjakost HSA og muni hjálpa til við það erfiða landslag sem stofnunin stríðir við vegna læknaskorts.
Guðrún Lilja Magnúsdóttir er nýr starfsmaður Menningarstofu Fjarðabyggðar og hefur komið að skipulagningu og kynningarmálum BRAS, menningarhátíð barna- og ungmenna á Austurlandi sem sett verður á morgun. Guðrún Lilja er í yfirheyrslu vikunnar.