„Nýsköpun er lykillinn að framþróun allra samfélaga og er því nauðsynlegt að koma í veg fyrir stöðnun og jafnvel hnignun þeirra samfélaga sem hafa reitt sig á svipaðan atvinnubúskap ár frá ári,“ segir Daníel G. Daníelsson, verkefnafulltrúi hjá Icelandic Startups, sem hvetur alla til að senda inn umsókn í frumkvöðlakeppnina Gulleggið, en frestur til þess rennur út þann út 12. september næstkomandi.
„Þegar ég tók við starfinu byrjaði ég á því að fara yfir stöðuna til þess að átta mig á því hvaða búnaður væri til og satt best að segja var hún ekki beisin,“ segir Birgir Jónsson, skólastjóri Grunnskóla Eskifjarðar, sem á dögunum barst höfðingleg gjöf frá Eskju til eflingar tæknikennslu.
„Þetta er fyrsta hátíðin og sem vonandi er komin til að vera og verður enn öflugri á næstu árum,“ segir Signý Ormarsdóttir um menningarhátíð barna- og ungmenna (BRAS) sem sett verður á laugardaginn og stendur út september. Hátíðin er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Austurlands 2018.