„Þetta á að vera semí þjóðlegt og ferlega skemmtilegt,“ segir Pétur Kristjánsson, forstöðumaður Tækniminjasafns Austurlands á Seyðisfirði, um árlega Smiðjuhátíð safnsins sem hefst í dag.
Lögreglan á Austurlandi leitar að upplýsingum um íkveikju á gömlu leikskólalóðinni í Neskaupstað í fyrrakvöld. Mynd af verknaðinum hefur gengið á samfélagsmiðlum en af henni er ekki hægt að greina hver var að verki.
„Aðal hausverkurinn er að fjölga framleiðendum,“ segir segir Guðný Harðardóttir, einn af eigendum Breiðdalsbita og stjórnandi Matarmarkaðs Austurlands-REKO, en fyrsti markaðsdagurinn verður næstkomandi þriðjudag á Fóðurblönduplaninu við hliðina á Bónus á Egilsstöðum.
Lögreglan á Austurlandi hefur til skoðunar tvö mál frá þeirri helgi sem Eistnaflug var haldið í Neskaupstað þar sem grunur er um að konum hafi verið byrluð ólyfjan. Yfirlögregluþjónn segir málin alvarleg en erfið í rannsókn.
Tveir Danir, sem auðgast hafa á matvælaframleiðslu, eiga saman þrjár jarðir á Jökuldal og í Jökulsárhlíð. Eyðibýli í Jökuldalsheið hefur bæst í safn Jim Ratcliffe. Svissneskur bankamaður keypti nýverið jörð í Fljótsdal, samkvæmt samantekt sem vikublaðið Austurglugginn birtir í dag.
„Aðstæður til sundsins hafa aldrei verið betri,“ segir Þórunn Hálfdánardóttir, ein þeirra sem kemur að skipulagningu Urriðavatnssundsins sem fram fer á laugardaginn.