Austurland open um helgina

Golfmótið Austurland open verður haldið á Ekkjufellsvelli laugardaginn 17. júlí. Að þessu sinni er það haldið í samstarfi við Flugfélag Íslands.

 

Mótið er eitt hið glæsilegasta á Austurlandi og búast skipuleggjendur við að margir kylfingar mæti til leiks.
Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í höggleik og þrjú efstu sætin í punktakeppni. Einnig eru veitt nándarverðlaun á 2 og 9 braut, einnig fyrir lengsta teighögg auk þess dregið verður úr skorkortum.
Aðalverðlaunin eru frá Flugfélagi Íslands, einnig er fjöldinn allur af aukavinningum svo sem gistingar og gjafabréf.
 
Flugfélagið býður uppá flug og mótsgjald (súpa innifalin í mótsgjaldi) á aðeins 19.000 pr mann, gildir tímabilið 15-19.júlí. Bókanlegt hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.