Birna Jóna á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Birna Jóna Sverrisdóttir, frjálsíþróttakona úr Hetti, hefur verið valin sem einn af þátttakendum Íslands á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem haldnir verða í Slóvakíu í næstu viku.

Ísland sendir þátttakendur í badmintoni, fimleikum, frjálsíþróttum, hjólreiðum, sundi, handbolta, júdó og tennis á leikana sem fara fram í Banská Bystrica í Slóvakíu 24. - 30. júlí.

Birna Jóna er einn fjögurra keppenda Íslands í frjálsíþróttum en hún keppir í sleggjukasti.

Birna Jóna, sem er fimmtán ára gömul, kastaði 51,65 metra með 3 kg sleggju á vormóti ÍR í lok maí og 41,06 metra með 4 kg sleggju á Meistaramóti Íslands fyrir um mánuði.

Þetta er hennar besti árangur á ferlinum með hvorri sleggju en hún á að baki Íslandsmet í greininni í yngri aldursflokkum.

Mynd: Frjálsíþróttasamband Íslands


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar