Orkumálinn 2024

Birna Jóna á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Birna Jóna Sverrisdóttir, frjálsíþróttakona úr Hetti, hefur verið valin sem einn af þátttakendum Íslands á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem haldnir verða í Slóvakíu í næstu viku.

Ísland sendir þátttakendur í badmintoni, fimleikum, frjálsíþróttum, hjólreiðum, sundi, handbolta, júdó og tennis á leikana sem fara fram í Banská Bystrica í Slóvakíu 24. - 30. júlí.

Birna Jóna er einn fjögurra keppenda Íslands í frjálsíþróttum en hún keppir í sleggjukasti.

Birna Jóna, sem er fimmtán ára gömul, kastaði 51,65 metra með 3 kg sleggju á vormóti ÍR í lok maí og 41,06 metra með 4 kg sleggju á Meistaramóti Íslands fyrir um mánuði.

Þetta er hennar besti árangur á ferlinum með hvorri sleggju en hún á að baki Íslandsmet í greininni í yngri aldursflokkum.

Mynd: Frjálsíþróttasamband Íslands


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.