Birna Jóna setti aldursflokkamet í sleggjukasti

Birna Jóna Sverrisdóttir, sleggjukastari úr Hetti, setti aldursmet í flokki 15 ára í keppni á Vilhjálmsvelli á sunnudag.

Birna Jóna kastaði 4 kg sleggjunni 42,07 cm í sinni fimmtu tilraun. Hún átti annars ágætan dag á mótinu og náði sínum besta árangri á ferlinum í bæði spjóti og kringlukasti. Birna Jóna fylgdi þar með eftir góðu sumri sem skilaði henni þátttökurétti á Ólympíuleikum æskunnar í síðasta mánuði.

Ríflega 20 keppendur, 11 ára og eldri, tóku þátt í mótinu sem var haldið þar sem þessum hluta Sumarhátíðar UÍA var frestað í sumar þar sem hún rakst á við Meistaramót Íslands 11-14 ára.

Margir aðrir keppendur á mótinu náðu þar sínum besta árangri á ferlinum þótt ekki væri um landsmet að ræða.

Mynd: FRÍ

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.