Blak: Afar, feðgar og afmælisbarn

Tveir afar voru í karlaliði Þróttar sem tók á móti KA í úrvalsdeild karla í blaki á miðvikudagskvöld. Feðgar voru einnig í liðinu. Hjá kvennaliðinu spilaði afmælisbarn.

Feðgarnir Hlöðver Hlöðversson og Egill Kolka Hlöðversson spiluðu fyrir um ári sinn fyrsta leik saman. Leikurinn á miðvikudag var sá fyrsti hjá Agli í byrjunarliði en Hlöðver hóf leikinn á bekknum.

Hlöðver er einnig annar tveggja afa í liðinu, hinn er Þórarinn Ómarsson.

Þrátt fyrir þeirra miklu reynslu gegn Þrótti illa í leiknum og tapaði 0-3 eða 21-25, 23-25 og 19-25 í hrinum. Liðið er í sjötta sæti eftir leikinn.

Kvennalið félaganna mættust einnig í Neskaupstað á miðvikudagskvöld, sem hitti á afmælisdag Heiðu Elísabetar Gunnarsdóttur. Hún var stigahæst í liði Þróttar með 13 stig.

Þá dugði þó ekki nógu langt í leik sem KA vann 1-3 eða 16-25, 25-13, 23-25 og 13-25. Þróttarliðið er í þriðja sæti deildarinnar.

Mynd: Blakdeild Þróttar/Sigga Þrúða


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.