Blak: bikarhelgin að baki

Kjörísbikarinn í blaki fór fram um helgina þar sem keppt var í undanúrslitum og úrslitum. Kvennalið Þróttar Fjarðabyggðar keppti í undanúrslitum gegn liði KA. Í leiknum hafði KA yfirhöndina allan tímann og tryggði sér öruggan sigur 3-0 og þannig áfram í úrslitin. Þróttarstúlkur voru því úr leik í þetta sinn.

Í liði KA eru 6 fyrrverandi leikmenn Þróttar. Það eru þær: Heiða Elísabet Gunnarsdóttir, Valdís Kapitola Þorvarðardóttir, Hrafnhildur Ásta Njálsdóttir, Gígja Guðnadóttir, Paula Del Olmo Gomez og Helena Kristín Gunnarsdóttir. Kvennalið KA tryggði sér bikarmeistaratitilinn með 3-0 sigri á HK í úrslitaleiknum. Að leik loknum var fyrrum þróttarinn Helena Kristín Gunnarsdóttir valin mikilvægasti leikmaður leiksins.

Í bikarkeppni karla var það lið Hamars sem fór með sigur af hólmi í úrslitaleiknum gegn liði Vestra. Í liði Hamars eru tveir fyrrverandi leikmenn Þróttar, það eru þeir Ragnar Ingi Axelsson og Valgeir Valgeirsson.


Á sunnudeginum var keppt til úrslita í bikarkeppni yngri flokka þar sem Þróttur Nes átti lið í þremur af fjórum leikjum. Í U16 karla keppti Þróttur Nes gegn sameiginlegu liði KA/Völsungs og töpuðu leiknum 0-2. Í U14 kvenna keppti Þróttur Nes gegn liði KA og töpuðu þær leiknum 0-2. Í U16 kvenna keppti Þróttur Nes gegn liði KA og unnu leikinn 2-0 og urðu þar með bikarmeistarar.

Mynd: Sigga Þrúða. Á myndinni má sjá núverandi Þróttara verjast sókn fyrrum Þróttara í liði KA.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar