Blak: Fyrsti leikur í úrslitum í kvöld

blak_hk_throtturn_ymir_throtturr_0165_web.jpgÞróttur tekur á móti HK í fyrsta leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í íþróttahúsinu í Neskaupstað í kvöld. Þróttur hefur haft betur í leikjum liðanna í vetur.

 

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:30 en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki hampar Íslandsmeistaratitlinum. Þróttur hefur haft betur í leikjum liðanna í vetur, nú seinast úrslitum bikarkeppninnar og hreinum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn. Úrslit beggja leikjanna réðust í oddahrinu.

Bæði liðin unnu andstæðinga sínum í undanúrslitum örugglega í tveimur leikjum, HK vann Ými og Þróttur KA.

Annar leikur liðanna verður í Kópavogi á fimmtudagskvöld og oddaleikur, ef þarf, í Neskaupstað á laugardag.

Enginn aðgangseyrir er á leikinn við innganginn verður tekið á móti frjálsum framlögum sem munu renna til fjölskyldu Daniels Krzystztof Sakaluk, sem lést í bílslysi síðasta sunnudag

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.