Blak: Fyrsti sigur karlaliðsins á leiktíðinni

Lið Þróttar í úrvalsdeild karla í blaki vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni um helgina þegar það lagði Stál-Úlf 1-3. Kvennaliðið tapaði hins vegar fyrir Álftanesi.

Karlaliðið vann fyrstu hrinuna 17-25, aðra hrinuna 20-25 og þá fjórðu með sömu tölum en heimaliðið vann þriðju hrinuna 25-22.

Stál-Úlfur er í neðsta sæti deildarinnar án stiga en Þróttur er þar fyrir ofan með fimm stig úr sex leikjum.

Kvennaliðið vann fyrstu hrinuna gegn Álftanesi 23-25 eftir mikla baráttu. Níu sinnum skiptust liðin á forustunni og mesti munur var aðeins þrjú stig.

Eftir það seig rækilega á ógæfuhliðina. Álftanes vann næstu hrinur 25-18, 25-12 og loks 25-20 þar sem Þróttur minnkaði forskotið heldur í lokin. Liðið er neðst í deildinni með fimm stig úr tveimur leikjum.

Bæði lið Þróttar taka á móti HK um næstu helgi.

Mynd: Blakdeild Þróttar/Sigga Þrúða


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.