Orkumálinn 2024

Blak: HK knúði fram oddaleik

blak_hk_throtturn_urslit_0006_web.jpg Þróttur og HK mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í blaki í Neskaupstað á laugardag. HK hafði betur í annarri viðureign liðanna í kvöld í Kópavogi í oddahrinu.

 

HK stelpur voru á tánum í byrjun og sigruðu fyrstu tvær hrinurnar örugglega, 25-20 og 25-12. Ekki leit út fyrir að Þróttarar yrðu virkir þátttakendur í leiknum og var vandræðagangur nokkur.

Í upphafi þriðju hrinu mættu þær hins vegar tvíefldar til leiks og komust í 5-0. Þær unnu síðan hrinuna sannfærandi 25-16. Stuðið á austanstelpum hélt áfram í fjórðu hrinu og burstuðu þær hana 25-13.

Oddahrina staðreynd og spenna komin í Fagralundinn. Hrinan var þó aldrei spennandi og komust HK steplur í 7-2. Þær héldu öruggri forustu alla hrinuna og sigruðu 15-7.

Staðan í einvíginu er því 1-1 og leikinn verður hreinn úrslitaleikur laugardaginn 16. apríl klukkan 14:00 í Neskaupstað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.