Blak: Snéru við erfiðri stöðu á Álftanesi

Kvennalið Þróttar sýndi mikla seiglu er það snéri við frekar vonlausri stöðu og vann Álftanes í oddahrinu í úrvalsdeildinni í blaki um helgina. Liðin mættust tvisvar á Álftanesi.

Heimaliðið vann fyrri leikinn örugglega, 3-0. Fyrsta hrinan var samt afar jöfn, alls skiptust liðin fjórum sinnum á forustu og Þróttur var yfir 16-20 áður allt hrundi og Álftanes vann 25-22.

Álftanes hafði yfirburði í annarri hrinu og vann 25-15 og þá þriðju 25-21 en í henni var aldrei mikill munur.

Álftanes vann fyrstu tvær hrinurnar í leiknum daginn eftir, 25-18 og 25-20 en síðan vaknaði Þróttur til lífsins, vann 20-25, 21-25 og sigldi síðan örugglega í gegnum oddahrinuna 11-15.

Álftanes kom þó betur út úr helgina þar sem í oddahrinu fær sigurliðið aðeins tvö stig en tapliðið eitt, meðan sigurliðið fær öll þrjú stigin annars. Liðin eru bæði með átta stig í deildinni en Álftanes hefur unnið einni hrinu meira og fær því fjórða sætið. Þróttur leikur næst gegn Völsungum í Neskaupstað á fimmtudagskvöld.

Karlaliðið hefur ekki leikið síðan 17. október en leikjum þess gegn Vestra fyrr í mánuðinum var frestað þar sem ekki var hægt að fljúga vestur. Liðið tekur á móti Hamri á laugardag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.