Blak: Þróttur Fjarðabyggð í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins um helgina

Bæði karla- og kvennalið Þróttar Fjarðabyggðar keppa í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins um helgina. Karlalið Þróttar Fjarðabyggðar mætir liði KA á útivelli. Kvennaliðið mætir Blakfélagi Hafnarfjarðar, liði úr neðri deild, einnig á útivelli.

Karlaleikurinn fer fram laugardaginn næstkomandi í KA-heimilinu klukkan 13:00. Kvennaleikurinn fer fram á sunnudeginum klukkan 15:00 á Ásvöllum. Liðin keppast þar um sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar sem fara fram á bikarhelgi blaksambandsins 9-12. mars í Digranesi.

Síðastliðna helgi fór fram bikarmót yngri flokka á Akureyri þar sem keppt var í U14, U16 og U20 flokkum. Þróttur Fjarðabyggð var með 7 lið á mótinu og rúmlega 40 ungmenni sem tóku þátt auk þjálfara og fararstjóra. Spilað verður til úrslita og bikarmeistarar í U14 og U16 verða krýndir á bikarhelginni í Digranesi. Þróttur Fjarðabyggð á þrjú lið í úrslitum yngri flokka.

Mynd: Sigga Þrúða. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.