Blak: Þróttur í þriðja sætið

Lið Þróttar Neskaupstað komst upp í þriðja sætið í úrvaldsdeild kvenna í blaki um helgina með 3-0 sigri á Þrótti Reykjavík syðra.

Þróttur hafði góð tök á leiknum og vann hann 17-25, 14-25 og 13-25 í hrinum.

Liðið lék gegn KA á Akureyri síðasta miðvikudag og tapaði þar 3-0 eða 25-16, 25-22 og 25-17 í hrinum. Þar var við ramman reip að draga því KA og Afturelding hafa algjöra yfirburði yfir önnur lið deildarinnar.

Þróttur er í þriðja sæti með 22 stig, en hefur leikið tveimur leikjum meira en næstu lið á eftir, HK og Álftanes, sem hafa 18 stig.

Leik karlaliðsins Þróttar gegn nafna sínum í Vogum var frestað.

Í fyrstu deild karla var leik Hattar gegn Hamri á föstudagskvöld frestað vegna veðurs.

Mynd: Sigga Þrúða


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.