Orkumálinn 2024

Blak: Þróttur mætir KA í undanúrslitum bikarsins

Þróttur Neskaupstað leikur gegn KA í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í blaki. Liðið sló út HK í undanúrslitum um helgina í oddahrinu.

Gestirnir úr Kópavogi fóru betur af stað í íþróttahúsinu í Neskaupstað, skoruðu fyrstu sex stigin og komust í 1-10 áður en Þróttur byrjaði að vinna sig til baka. Það gekk vel en ekki nógu vel til að snúa við fyrstu hrinu sem HK vann 21-25.

Þróttur náði undirtökunum í miðri annarri hrinu og vann hana 25-18 og þriðju hrinu 25-16. Þróttur var líka yfir lengst af fjórðu hrinu en missti hana niður í lokin og HK vann 22-25.

Í oddahrinunni var HK yfir upp í 9-11. Þróttur skoraði þá fjögur stig í röð, komst í 13-9 og gerði síðan út um leikinn 15-13.

Paula Miguel var stigahæst hjá Þrótti með 22 stig en Maria Jimenez skoraði 15.

Í hádeginu var dregið í undanúrslitum, Þróttur mætir þar KA. Í hinum leiknum spilar Afturelding gegn Álftanesi. Leikið verður laugardaginn 2. apríl en úrslitaleikurinn er daginn eftir.

Mynd: Sigga Þrúða


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.