Blak: Þróttur tapaði fyrsta leik

Þróttur tapaði fyrir KA í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna þegar liðin mættust á Akureyri í gær.

KA, sem er deildarmeistari, hafði talsverða yfirburði í leiknum og vann hann 3-0.

Þróttur var yfir allra fyrst í byrjun fyrstu hrinu en KA snéri henni síðan sér í vil og vann þægilega, 25-17. KA hafði síðan yfirburði í annarri hrinu og vann hana 25-16.

Líkt og í þeirri fyrstu spriklaði Þróttur í byrjun þriðju hrinu áður en KA náði yfirhöndinni og vann hana 25-18. Liðin mætast öðru sinni í Neskaupstað á þriðjudagskvöld. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst í úrslit.

Höttur leikur sinn fyrsta leik í úrslitum fyrstu deildar karla í körfuknattleik á morgun, laugardag, klukkan 19:15 þegar liðið tekur á móti Álftanesi. Á miðvikudagskvöld varð loks ljóst að Álftanes yrði mótherji Hattar í umspili um laust sæti í úrvalsdeild en Álftanes vann þá Sindra í oddaleik eftir mikla spennu, 77-80. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer upp í úrvalsdeild.

Mynd: Sigga Þrúða


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.