Blak: Tveir tapleikir um helgina

Bæði karla- og kvennalið Þróttar Fjarðabyggðar mættu Aftureldingu í Varmá um helgina í úrvalsdeildunum í blaki. Bæði liðin töpuðu sínum leikjum. Karlaleikurinn fór 3-1 fyrir Aftureldingu og kvennaleikurinn fór 3-0 fyrir Aftureldingu.

Í kvennaleiknum vann Afturelding fyrstu hrinurnar örugglega 25-16 og 25-19. Í þriðju hrinunni var meiri barátta í liði Þróttar og tókst þeim að halda í við lið Aftureldingar. Það dugði þó ekki til og Afturelding vann hrinuna með minnsta mun 25-23 og þar með leikinn 3-0.

Karlaleikurinn var aðeins jafnari en eins og í kvennaleiknum vann Afturelding fyrstu tvær hrinurnar örugglega 25-18 og 25-17. Í þriðju hrinu snéri Þróttur blaðinu við og tókst að vinna hrinuna 23-25. Í fjórðu hrinu var mikil barátta en Afturelding vann hrinuna 25-20 og þar með leikinn 3-1.

Eftir leikina situr kvennaliðið í 5. sæti deildarinnar og karlaliðið í 6. sæti. Næst á dagskrá eru undanúrslit bikarkeppninnar hjá kvennaliðinu þar sem þær mæta liði KA um næstu helgi.

Mynd: Sigga Þrúða

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar