BN dregur sig úr keppni

Boltafélag Norðfjarðar hefur dregið sig úr keppni fyrir umspil um sæti í fimmtu deild Íslandsmóts karla í knattspyrnu á næsta ári.

BN endaði í fimmta sæti E-riðils og átti samkvæmt því að spila umspil næstu tvo laugardaga við Rangæinga um sæti í nýrri fimmtu deild.

Af því verður ekki þar sem BN hefur dregið lið sitt úr keppni. Það hefur undanfarnar vikur glímt við mikla manneklu og var dæmt tap í jafntefli gegn Einherja í lok júlí eftir að hafa notað leikmenn sem skráðir voru í önnur félög.

Síðasti deildarleikur liðsins var gegn Spyrni síðastliðið föstudagskvöld. Í 14 manna leikmannahópi BN þá voru sex leikmenn skráðir í önnur lið, þar af fimm í byrjunarliði. Flestir komu úr venslafélaginu, KFA.

Samkvæmt reglum KSÍ hefði BN farið í nýja utandeild hefði það tapað gegn Rangæingum í KFR. Það lið fer nú beint í fimmtu deildina meðan Álafoss og Samherjar spila um hitt lausa sætið. Tapliðin fara í nýja utandeild. Framtíð BN í Íslandsmóti, þar sem liðið spilaði í fyrsta sinn nú í sumar, skýrist því á næstu vikum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.