Brynja Líf í unglingalandsliðið

Brynja Líf Júlíusdóttir varð nýverið önnur konan í sögu körfuknattleiksdeildar Hattar til að verða valin í lokahóp hjá íslensku landsliðið.

Brynja Líf hefur verið valinn í U-15 ára landslið kvenna í körfuknattleik. Einu sinni áður kona frá Hetti komist í unglingalandslið en það var móðir Brynju, Kristín Rut Eyjólfsdóttir. Hún var valin í U-16 ára landsliðið árið 1996.

Báðar eiga það sameiginlegt að æfa með strákahópnum á þeim tíma sem þær eru valdar. Þá hefur Kristín Rut þjálfað Brynju í yngri flokkum. Eftir því sem næst verður komist eru þær einu konurnar af Austurlandi sem komist hafa í lokahópa landsliða í körfuknattleik.

Kristín Rut fór á sínum tíma á Norðurlandamót í Danmörku en liðið nú stefnir á Norðurlandamót í Finnlandi um mánaðamótin júní/júlí. Æfingar byrja í lok maí.

Mynd: Körfuknattleiksdeild Hattar


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.