Daði Fannar íþróttamaður Hattar

ithrottamadur_hattar_web.jpgDaði Fannar Sverisson, frjálsíþróttamaður, var í útnefndur íþróttamaður Hattar á þrettándagleði félagsins.

 

„Daði Fannar er efnilegur íþróttamaður sem stundar íþrótt sína af samviskusemi og dugnaði og sýnir fyrirmyndar framkomu jafnt í keppni sem og á æfingum. Hann er ávallt einbeittur og jákvæður og tekur sigrum jafnt sem ósigrum af yfirvegun,“ segir í rökstuðningi fyrir valinu.

Daði Fannar varð Íslands- og unglingalandsmótsmeistari í spjótkasti 14 ára drengja ásamt því að komast í úrvalshóp FRÍ í sleggjukasti. Einnig vann hann til fjögurra annarra verðlauna á Íslandsmeistaramótinu. Hann var einnig valinn frjálsíþróttamaður Hattar þriðja árið í röð.

Aðrar deildir félagsins verðlaunuðu einnig sína íþróttamenn á þrettándagleðinni.
Blakmaður: Oddný Freyja Jökulsdóttir
Fimleikamaður: Valdís Ellen Kristjánsdóttir
Frjálsíþróttamaður: Daði Fannar Sverrisson
Knattspyrnumaður: Stefán Eyjólfsson
Körfuboltamaður: Andrés Kristleifsson
Sundmaður: Trausti Dagbjartsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.