Daníel Baldursson Íslandsmeistari ungmenna með trissuboga

Daníel Baldursson úr Skotfélagi Austurlands varð um helgina Íslandsmeistari með trissuboga í flokki karla 18 ára og yngri á Íslandsmóti ungmenna um helgina.

Daníel náði titlinum eftir úrslitarimmu við Hafnfirðinginn Nóam Óla Stefánsson. Jafntefli varð í fyrstu lotu, 27-27 en Daníel náði einu stigi meira í öllum ferðum eftir það og vann 142-138.

Daníel var einnig stigahæstur eftir forkeppni þar sem hann fékk 560 stig, tíu stigum meira en Nóam.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.