Einherji semur við leikmann frá Moldóvu

Serghei Diulgher, þrítugur varnarmaður frá Moldóvu, er genginn til liðs við Einherja í 3. deild karla í knattspyrnu.


Serghei á að baki góðan feril í heimalandi sínu þar sem hann lék m.a. annars fjóra landsleiki með U-21 árs liði Moldóvu. Hann er alinn upp hjá liðinu Sheriff Tiraspol og var hluti af því liði sem varð bæði deildar- og bikarmeistari tímabilið 2009-2010. Þá varð hann aftur bikarmeistari árið 2013 með liði Tiraspol.


Í fyrra lék Serghei með FC Floresti sem leikur í efstu deild Moldóvu.


Serghei verður orðinn löglegur með Einherja um helgina þegar liðið mætir KFG í Garðabæ en í þeim mun Jón Orri Ólafsson stýra liðinu í fyrsta sinn eftir að hann var ráðinn þjálfari liðsins fyrr í vikunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.