Er úr mikilli stuðningsfjölskyldu allra íþrótta

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, sem verður í treyju númer 19 hjá íslenska kvennalandsliðinu sem hefur leik á Evrópumótinu í fótbolta gegn Belgum í dag. Hún ólst upp á Egilsstöðum og æfði fótboltar, frjálsíþróttir og fimleika með Hetti

Áslaug Munda er fædd árið 2001, næst yngst af fjórum systrum þeirra Jóneyjar Jónsdóttur og Gunnlaugs Aðalbjarnarsonar. Mikill íþróttaandi er í fjölskyldunni og áhugi fyrir Evrópumótinu.

„Það eru 40 manns úr fjölskyldunni að fara til Englands, fjórir ættliðir. Við vorum alltaf öll á leiðinni, sama hvort ég yrði í liðinu eða ekki, það er bara bónus. Árið 2017 fórum við saman á Evrópumótið. Ég var þá að spila á Gothia Cup og flaug til móts við fjölskylduna og náði tveimur leikjum. Þetta var í fyrsta sinn sem fjölskyldan fór á stórmót og það var ótrúlega gaman. Þetta er mikil stuðningsfjölskylda Íslands í öllum íþróttum.“

Á þeim tíma var Áslaug Munda komin yfir í Völsung en fjölskyldan bjó í nokkur ár á Húsavík. „Ég hef mjög sterkar taugar til allra þeirra félaga sem ég hef leikið með. Ég segi að ég skiptist í þrennt milli Hatar, Völsungs og Breiðabliks.“

Áslaug Munda var fyrst valin í landsliðið í júní 2019. Meiðsli hafa þótt sett strik í reikninginn með leikina, hún fékk höfuðhögg í september í fyrra og gat ekki spilað á ný fyrr en í mars á þessu ári. „Ég hef aldrei spilað með landsliðinu í lokakeppni stórmóts, svo ég væri til í að ná leik.“

Lengri útgáfa viðtalsins birtist í Austurglugganum sem kom út í vikunni. Hægt er að panta áskrift hér.

Mynd: KSÍ 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.