Er úr mikilli stuðningsfjölskyldu allra íþrótta
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, sem verður í treyju númer 19 hjá íslenska kvennalandsliðinu sem hefur leik á Evrópumótinu í fótbolta gegn Belgum í dag. Hún ólst upp á Egilsstöðum og æfði fótboltar, frjálsíþróttir og fimleika með HettiÁslaug Munda er fædd árið 2001, næst yngst af fjórum systrum þeirra Jóneyjar Jónsdóttur og Gunnlaugs Aðalbjarnarsonar. Mikill íþróttaandi er í fjölskyldunni og áhugi fyrir Evrópumótinu.
„Það eru 40 manns úr fjölskyldunni að fara til Englands, fjórir ættliðir. Við vorum alltaf öll á leiðinni, sama hvort ég yrði í liðinu eða ekki, það er bara bónus. Árið 2017 fórum við saman á Evrópumótið. Ég var þá að spila á Gothia Cup og flaug til móts við fjölskylduna og náði tveimur leikjum. Þetta var í fyrsta sinn sem fjölskyldan fór á stórmót og það var ótrúlega gaman. Þetta er mikil stuðningsfjölskylda Íslands í öllum íþróttum.“
Á þeim tíma var Áslaug Munda komin yfir í Völsung en fjölskyldan bjó í nokkur ár á Húsavík. „Ég hef mjög sterkar taugar til allra þeirra félaga sem ég hef leikið með. Ég segi að ég skiptist í þrennt milli Hatar, Völsungs og Breiðabliks.“
Áslaug Munda var fyrst valin í landsliðið í júní 2019. Meiðsli hafa þótt sett strik í reikninginn með leikina, hún fékk höfuðhögg í september í fyrra og gat ekki spilað á ný fyrr en í mars á þessu ári. „Ég hef aldrei spilað með landsliðinu í lokakeppni stórmóts, svo ég væri til í að ná leik.“
Lengri útgáfa viðtalsins birtist í Austurglugganum sem kom út í vikunni. Hægt er að panta áskrift hér.
Mynd: KSÍ