Erna Friðriksdóttir íþróttamaður UÍA

Erna Friðriksdóttir, 23ja ára skíðakona úr Skíðafélaginu Stafdal, hefur verið valin íþróttamaður Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands fyrir árið 2009.   Erna fékk viðurkenningar fyrir titilinn afhentar í gær.

 

erna_fridriks.jpgErna varð á seinasta ári fyrst Íslendinga til að tryggja sér
þátttökurétt í alpagreinum á vetrarólympíuleikum fatlaðra, sem fram fóru í Vancouver í Kanada í mars. Erna hefur æft bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum en undanfarna fjóra vetur hefur hún æft í Winterpark í Colorado í Bandaríkjunum. Árangur hennar má að miklu leyti þakka þeim æfingum.

Erna fékk farandbikar frá UÍA, eignabikar, blómvönd frá Alcoa-Fjarðaáli og 100 þúsund króna styrk úr Spretti, styrktarsjóði UÍA og Alcoa-Fjarðaáls. Úr sjóðnum er úthlutað tvisvar á ári en næst verður úthlutað í byrjun maí.

„Árangur Ernu er mikil hvatning fyrir skíðafólk. Hann sýnir með vinnu og ákveðni er hægt að láta drauminn rætast,“ segir Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.