Erna íþróttakona ársins

erna_fridriksdottir.jpgErna Friðriksdóttir, skíðakona úr Skíðafélaginu Stafdal, var í gær útnefnd íþróttakona ársins hjá Íþróttafélagi fatlaðra. Hún varð á árinu fyrsta konan til að keppa á vetrarólympíuleikum fatlaðra fyrir hönd Íslands.

 

Erna var ekki viðstödd verðlaunaafhendinguna í gær því hún er farin utan til Bandaríkjanna til æfinga. Faðir hennar, Friðrik Guðmundsson, tók við verðlaunum í hennar stað.

Í lok seinasta árs varð hún fyrst íslenskra kvenna til að tryggja sér þátttökurétt á vetrarólympíuleikum fatlaðra. Þeir fóru fram í Vancouver í Kanada í mars þar sem Erna keppti í tveimur greinum. Hún féll úr leik í þeim báðum en segist staðráðin í að vinna sér þátttökurétt á næstu leikum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.