Erna vann til tvennra bronsverðlauna

erna_fridriksdottir.jpgErna Friðriksdóttir, skíðakona úr Skíðafélaginu Stafdal, vann til tvennra bronsverðlauna á skíðamóti í Colorado í Bandríkjununum nýverið. Erna er þar við æfingar en hún var fyrir jól útnefnd íþróttakona ársinshjá Íþróttasambandi fatlaðra.

 

Þetta er fimmti veturinn þar sem Erna æfir í Winter Park í Colorado. Hún keppti á Ski Spectacular Copper Mountain 2010 á mono-sleða. Hún náði þriðja sæti í stórsvigi og svigi. Í annarri keppni í stórsvigi varð hún í fjórða sæti en í svigi missti hún af hliði og féll úr leik.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.