Fara af stað með heilsueflingu fyrir eldri íbúa í Fjarðabyggð

Janus Guðlaugsson, doktor í íþróttafræðum og Fjarðabyggð fara í ágúst af stað með verkefni sem ætlað er til að efla heilsu íbúa þar sem orðnir eru 65 ára og eldri. Vonast er til að hægt sé að tryggja fólki betra líf um leið og fjármunir verða sparaðir í heilbrigðisþjónustu með forvörnum.

Kynningarfundir verða um verkefnið á Reyðarfirði og Norðfirði þann 8. ágúst og þjálfunin sjálf hefst viku síðar.

Áður en hún fer af stað verður þol, styrkur og aðrir heilsutengdir þættir kannaðir hjá þátttakendum þannig hægt sé að sníða þjálfunina fyrir einstaklinginn. Þessir þættir eru síðan kannaðir á um sex mánaða fresti.

„Þetta gengur út á að koma á heilsueflingu með markvissri þjálfun og byggja hana á raunprófanlegum aðferðum,“ segir Janus í viðtali í Austurglugga vikunnar.

„Það er dýrt fyrir heilbrigðiskerfið ef við erum að stöðugt að bíða eftir að komast á viðgerðarsvæðið, sjúkrahúsin. Eitt ár hjá einstaklingi á dvalarheimili kostar samfélagið 15 milljónir króna. Það er því til mikils að vinna ef okkur tekst að seinka því.“

Lengri útgáfa viðtalsins birtist í Austurglugganum sem kom út í vikunni. Hægt er að panta áskrift hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.