Orkumálinn 2024

Höttur með góða ferð á Norðurlandamótið í fimleikum

„Það var örlítið hikst á þeim í trampólínæfingunum en allt annað gekk afar vel með tilliti til að þetta er fyrsta utanlandsferðin þeirra á svona sterkt mót,“ segir Ásta Svandís Jónsdóttir, en hún var ein þeirra foreldra sem fylgdu fimleikaliði Hattar á Norðurlandamót unglinga sem fram fór um helgina.

Lið Hattar endaði í sjötta sætinu í sínum riðli á mótinu en liðið keppti í blönduðum fimleikum sem samanstóð af dansi og dýnu- og trampólínæfingum. Þetta er í fyrsta skiptið sem fimleikalið frá Austurlandi kemst á Norðurlandamót en þátttökurétt á mótinu ávann Höttur sér með frábærum árangri á bikarmóti hérlendis fyrir rúmum mánuði síðan.

Mótið fór fram í borginni Randers í Danmörku og þar mætt öll helstu unglingalið frá Norðurlöndunum til keppni. Auk Hattar frá Egilsstöðum voru önnur íslensk lið Stjarnan úr Garðabæ og Gerpla úr Kópavogi.

Ásta Svandís, hvers tvær dætur eru í lið Hattar, segir allt hafa verið eins og best hafi verið á kosið og greinilega mikið lagt í mótið af hálfa Dana.

„Auðvitað voru fiðrildi í maganum á krökkunum í keppninni og þetta mikill lærdómur að taka þátt. Nú vita þau betur að hverju þau ganga næst þegar þau komast á svona stórmót.“

Mynd: Hópurinn allur eftir að mótinu lauk. Mynd úr einkasafni

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.