Fimm frá Þrótti á Norðurlandamóti

ImageFimm leikmenn frá Þrótti Neskaupstað voru í U-17 ára landsliði Íslendinga sem tók þátt í Norðurlandamótinu í blaki í seinustu viku. Lilja Einarsdóttir var valinn mikilvægasti leikmaður liðsins. Mótið fór fram í Ikast í Danmörku. Íslendingar urðu í fimmta sæti mótsins eftir 3-1 sigur á Færeyingum í seinasta leik. Finnar urðu Norðurlandameistarar.

Lilja Einarsdóttir, Þrótti, var valin mikilvægasti leikmaður íslenska liðsins á mótinu. Auk hennar voru  í hópnum frá Þrótti þær  Sylvía Kolbrá Hákonardóttir, Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir, Hafrún Hálfdánardóttir og Kristina Apostolova. Þjálfari liðsins, Apostol Apostolov, kom einnig frá Norðfirði.

U-17 ára hópurinn sem fór til Ikast. Nr. 16 Lilja Einarsdóttir, Nr. 9 Sylvía Kolbrá Hákonardóttir, Nr. 11 Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir, Nr. 5 Hafrún Hálfdánardóttir, Nr. 8 ( í hvítum búning) Kristina Apostolova

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.