Orkumálinn 2024

Fjarðabyggð mætir Njarðvík í kvöld

kff_grotta_0062_web.jpgFjarðabyggð tekur á móti Njarðvík í 16 liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn verður í Fjarðabyggðarhöllinni og hefst klukkan 18:00.

 

Fjarðabyggð tapaði um helgina fyrir Grótti 1-4 á heimavelli. Aron Smárason minnkaði muninn í 1-2 í seinni hálfleik en Fjarðabyggð var þá leikmanni færri eftir að Jóhanni Ragnari Benediktssyni var rekinn af velli með tvö gul spjöld. Fjarðabyggð reyndi að sækja til að jafna en fékk tvö mörk í andlitið í blálokin.

Á Fellavelli vann Höttur Reyni Sandgerði 4-2. Reynismenn komust í 2-0 en Stefán Þór Eyjólfsson skoraði tvö mörk fyrir Hött þannig að jafnt var í hléi. Undir lok leiksins skoruðu Stefán Þór og Elvar Ægisson sitt markið hvor með mínútu millibili til að tryggja Hetti sigurinn. Reynismenn léku manni færri frá miðjun seinni hálfleik eftir að einum þeirra var vikið af leikvelli fyrir að traðka á leikmanni Hattar.

Höttur er í öðru sæti deildarinnar með níu stig eftir þrjá leiki. Öfugt við undanfarin ár, þegar liðið hefur oft lent í vandræðum í byrjun, hefur liðið leikið alla leikina á heimavelli.

Kvennalið Fjarðabyggðar/Leiknis vann sinn fyrsta deildarleik frá því í ágúst 2008 þegar liðið vann Fjarðabyggð/Sindra 3-2 á Norðfjarðarvelli á föstudag. Ragnheiður Magnúsdóttir, Andrea Magnúsdóttir og markvörðurinn Petra Sigurðardóttir skoruðu mörkin en Petra skoraði úr víti. Liðið fékk ekkert stig í fyrra. Kvennalið Hattar tapaði 8-0 fyrir Selfossi og 1-0 fyrir Fjölni um helgina.

Einherji tapaði 2-1 fyrir Magna. Bjarni Þorsteinsson skoraði mark Einherja í leikslok. Huginn tapaði 3-1 fyrir Dalvík/Reyni. Birgir Hákon Jóhannsson skoraði mark Hugins úr víti en sigur heimamanna hefði hæglega getað orðið stærri. Vilberg Marinó Jónasson, sem í gær hélt upp á 38 ára afmæli sitt, skoraði enn eitt markið þegar Leiknir gerði 1-1 jafntefli við Samherja.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.