Fjölnir - Fjarðabyggð: Hversu ógæfusamur getur maður orðið?

Fjarðabyggð er enn í fallsæti í 1. deild karla í knattspyrnu eftir 2-1 ósigur gegn Fjölni í Grafarvogi í gær. Leikmenn Fjarðabyggðar skoruðu sjálfsmark og brenndu af vítaspyrnu.

 

fjolnir_kff_0088_web.jpgFjölnir hafi betri tök á leiknum í fyrri hálfleik þar sem liðið hélt boltanum vel. Besta færið var stangarskot en Srdjan Rajkovic hafði nóg að gera við að slá fyrirgjafir frá Fjarðabyggðarmarkinu. Fjarðabyggð freistaði á móti að beita skyndisóknum með löngum sendingum en það gekk illa.

„Mér fannst frammistaðan í fyrri hálfleik góð. Við máttum ekki tapa, lögðum upp með að liggja aftarlega og halda hreinu þriðja leikinn í röð. Við vorum heldur afarlega og gáfum þeim of mikið pláss á miðjunni. Það vantaði líka greddu í sóknina og við unnum ekki annan bolta,“ sagði Heimir Þorsteinsson, þjálfari Fjarðabyggðar.

fjolnir_kff_0034_web.jpg„Þurfum að lenda undir“

Fjarðabyggð lenti undir á 53. mínútu þegar Andri Hjörvar Albertsson stýrði fyrirgjöf í eigið mark. Eftir það hressist Fjarðabyggð nokkuð, einkum með innkomu varamannanna Hilmars Bjartþórssonar og Sigurjóns Egilssonar.

„Það er rannsóknarefni sumarsins, við þurfum alltaf að lenda undir í leikjum til að það kvikni í okkur. Sigurjón og Hilmar komur mjög hressir inn og börðust vel.“

fjolnir_kff_0064_web.jpgHuglausir dómarar vernda ekki sóknarmennina

Hilmar var sérlega líflegur. Fjarðabyggðarmenn vildu tvisvar fá víti þegar hann féll við fyrir framan markið, þá kominn einn í gegn, undir pressu frá varnarmönnum. Loks var dæmt víti á 70. mínútu þegar Sveinbjörn Jónasson féll í teignum. Hrafn Davíðsson, markvörður Fjölnis, varði á móti spyrnu Jóhanns Benediktssonar vel. Í uppbótartíma datt Sveinbjörn aftur í teignum þegar varnarmaður Fjölnis virtist hafa sparkað aftan í hann en Kristinn Jakobsson, dómari leiksins, áminnti Sveinbjörn fyrir leikaraskap.

„Við fengum víti, sem við áttum að skora úr en við hefðum átt að fá tvö í viðbót. Þegar maður heyrir smell í löpp inni í teig þá spjaldarðu ekki manninn sem dettur.

Það er tvisvar farið aftan í Hilmar og hann tafinn. Hvað er það sem kemur í veg fyrir að Hilmar setji löppina í boltann? Það er varnarmaðurinn. Hann togar í hann, ekki mikið, en nóg.

fjolnir_kff_0071_web.jpgÞað er hugleysi að toppmaður eins og Kristinn Jakbosson taki ekki á þessu. Það vantar hugrekki í dómara til að afgreiða svona mál. Í upphafi móts er alltaf talað um að sóknarmaðurinn eigi að njóta vafans en síðan er ekkert farið eftir þessu.

Hér eru 20-30 hræður að horfa á leikinn. Þetta er ekki Evrópukeppni, hvernig ætlar hann að komast í gegnum svoleiðis pressu ef hann þolir ekki pressuna frá áhorfendum.“

fjolnir_kff_0057_web.jpg„Vinnum Leikni í næsta leik“

Pétur Georg Mark kom Fjölni síðan í 2-0 áður en Sigurjón Egilsson minnkaði munni fyrir Fjarðabyggð á 89. mínútu með skallamarki.

Staða Fjarðabyggðar er því býsna svört. Um seinustu helgi mistókst liðinu að vinna botnlið Fjarðabyggðar á heimavelli og eftir eru leikir gegn Leikni Reykjavík á Eskifiðri og Þór á Akureyri. Bæði liðin berjast fyrir því að komast upp í úrvalsdeild. Stigi fyrir ofan Fjarðabyggð er Grótta sem tapað hefur stórt í undanförnum leikjum en leikur gegn botnliði Njarðvíkur í seinusta leik.

„Við vinnum Leikni um næstu helgi, ég er nokkuð viss um það. Það er ekkert annað í boði. Þannig erum við með inn í seinasta leik. Okkur vantaði að minnsta kosti eitt stig í dag en mikið andskoti væri svekkjandi að sitja eftir með eitt stig þegar frammistaða okkar er þó svona,“ sagði Heimir sem dró leikinn saman í orðunum „hversu ógæfusamur geturðu orðið?“

Í 2. deild karla tapaði Höttur í gær fyrir Víkingi frá Ólafsvík á Egilsstöðum 1-2. Sigurður Donys Sigurðsson skoraði mark Hattar sem komst yfir. Ólafsvíkingar tryggðu sér þar sigur í deildinni.
fjolnir_kff_0074_web.jpgfjolnir_kff_0097_web.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.