Fjórir á EM í fimleikum

Fjórir iðkendur úr Hetti voru með íslensku unglingalandsliðunum sem kepptu á Evrópumótinu í Lúxemborg um helgina.

Andrés Ívar Hlynsson var í drengjalandsliðinu en þeir Ásgeir Máni Ragnarsson, Bjartur Blær Hjaltason og Þorvaldur Jón Andrésson í blönduðu liði.

Bæði liðin komust í úrslit keppninnar og bættu við sig fimm stigum frá forkeppninni, sem telst ágætis árangur. Þau enduðu bæði í fimmta sæti.

Blandaða liðið í keppni: Mynd: Fimleikasamband Íslands/Ingvar


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.