Fjórir á EM í fimleikum

Fjórir iðkendur úr Hetti voru með íslensku unglingalandsliðunum sem kepptu á Evrópumótinu í Lúxemborg um helgina.

Andrés Ívar Hlynsson var í drengjalandsliðinu en þeir Ásgeir Máni Ragnarsson, Bjartur Blær Hjaltason og Þorvaldur Jón Andrésson í blönduðu liði.

Bæði liðin komust í úrslit keppninnar og bættu við sig fimm stigum frá forkeppninni, sem telst ágætis árangur. Þau enduðu bæði í fimmta sæti.

Blandaða liðið í keppni: Mynd: Fimleikasamband Íslands/Ingvar


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar