Fótbolti: Einherji vann fjórðu deildina
Einherji er deildarmeistari í fjórðu deild karla eftir 2-1 sigur á Árbæ í úrslitaleik um helgina. Linli Tu, leikmaður Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis varð markadrottning Lengjudeildar kvenna.Fimm af sex austfirskum knattspyrnuliðum luku leiktíð sinni um helgina en aðeins Einherji í annarri deild kvenna á leik um næstu helgi.
Karlaliðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í fjórðu deild á laugardag eftir 2-1 sigur á Árbæ í úrslitaleik sem leikinn var á Sauðárkróki. Maxim Iurcu kom Einherja yfir á 34. mínútu en Serghei Diulgher fékk rautt spjald á 48. mínútu og tíu mínútum fyrir leikslok jafnaði Árbæ. Það var hins vegar Carlos Javier sem tryggði Einherja sigur á 95. mínútu með skoti lengst utan af velli.
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir lauk tímabilinu á jafntefli við HK á útivelli á föstudagskvöld. Linli Tu kom FHL yfir á 51. mínútu. Hún skoraði sextán mörk í sumar og varð markahæst í deildinni. Halldóra Birta Sigfúsdóttir fékk hins vegar sitt annað gula spjald þremur mínútum síðra og HK jafnaði á fjórðu mínútu uppbótartíma. Austfjarðaliðið endaði í fimmta sæti deildarinnar, sem verður að teljast fínn árangur miðað við að liðið var nýtt í deildinni.
Höttur/Huginn endaði líka í fimmta sæti annarrar deildar karla en liðið var líka nýtt í þeirri deild. Síðasti leikurinn var 3-2 sigur gegn Fjallabyggð á heimavelli. Björgvin Stefán Pétursson kom Hetti/Huginn yfir á 10. mínútu en gestirnir jöfnuðu fjórum mínútum síðar. Matheus skoraði á annarri mínútu seinni hálfleiks áður en Björgvin Stefán bætti við öðru marki sínu á 56. mínútu. Gestirnir minnkuðu muninn um miðjan seinni hálfleik.
Fyrir leikinn skrifaði Brynjar Árnason undir samning um að þjálfa Hattar/Hugins liðið áfram en hann var að ljúka sínu öðru sumri með það.
Það var frábær seinni helmingur móts sem skilaði Hetti/Huginn upp í miðja deild. Á sama tíma hefur ekkert gengið upp hjá Knattspyrnufélagi Austfjarða. Liðið tapaði síðasta leiknum í Sandgerði gegn Reyni á laugardag, 2-0 og endaði í 10. sæti, tveimur stigum fyrir ofan fallliðin Reyni og Magna. Mörkin komu rétt fyrri og eftir leikhlé.
Tíðindaverðast úr leiknum var trúlega að leikurinn var leikinn klukkan átta um kvöldið, sex tímum á eftir áætlun þar sem morgunflugi frá Egilsstöðum var fellt niður.
Einherji klára 4. deildina með ágætis 90th minute winner, manni færri 🤷🏻♂️
— Daníel Magnússon (@danielmagg77) September 17, 2022
SENUR 🧡 pic.twitter.com/eXBfKZKr8B